Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. september 2023 06:37 Sverrir Einar ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, á skemmtistaðnum B. aðsend Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. „Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu. Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu.
Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16
Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50
Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39