Sértrúarsöfnuður ásækir Íslendinga Örn Karlsson skrifar 19. september 2023 10:00 Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun