Hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2023 14:44 Christine Baumgartner og Kevin Costner á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022. EPA Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði. Í fréttinni kemur fram að sáttin feli í sér að Coster muni reiða af hendi mánaðarlegar greiðslur til Baumgartner sem nema 63 þúsund bandaríkjadölum, um 8,5 milljónum íslenskra króna. Baumgartner hafði farið fram á 248 þúsund dala greiðslur á mánuði, um 34 milljónir króna. Fram kemur að dómari í málinu hafi hins vegar tekið undir með lögmönnum Costner og í kjölfarið náðust málsaðilar sátt. Dómari úrskurðaði jafnframt að Baumgartner myndi þurfa að greiða málskostnað Costner í málinu, tæki hún þá ákvörðun að áfrýja málinu. Þau Costner og Baumgartner gengu í hjónaband fyrir átján árum og eiga saman þrjú börn á táningsaldri. Hún sótti um skilnað fyrir fjórum mánuðum. Costner tjáði sig í fyrsta sinn um skilnaðinn í samtali við Access Hollywood fyrr í mánuðinum þar sem hann sagði þetta agalega stöðu sem upp væri komin. Aðspurður um hvers hann vænti sagði hann allt málið vera mjög erfitt. „Við erum að tala um sú sem ég elska er þarna hinum megin við borðið,“ sagði Costner Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Costner er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins. Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Baumgartner þarf að yfirgefa heimilið í mánuðinum Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí. 5. júlí 2023 21:46 Segir Costner vísa börnunum á dyr Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu. 17. júní 2023 10:46 Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. 14. júní 2023 07:44 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Í fréttinni kemur fram að sáttin feli í sér að Coster muni reiða af hendi mánaðarlegar greiðslur til Baumgartner sem nema 63 þúsund bandaríkjadölum, um 8,5 milljónum íslenskra króna. Baumgartner hafði farið fram á 248 þúsund dala greiðslur á mánuði, um 34 milljónir króna. Fram kemur að dómari í málinu hafi hins vegar tekið undir með lögmönnum Costner og í kjölfarið náðust málsaðilar sátt. Dómari úrskurðaði jafnframt að Baumgartner myndi þurfa að greiða málskostnað Costner í málinu, tæki hún þá ákvörðun að áfrýja málinu. Þau Costner og Baumgartner gengu í hjónaband fyrir átján árum og eiga saman þrjú börn á táningsaldri. Hún sótti um skilnað fyrir fjórum mánuðum. Costner tjáði sig í fyrsta sinn um skilnaðinn í samtali við Access Hollywood fyrr í mánuðinum þar sem hann sagði þetta agalega stöðu sem upp væri komin. Aðspurður um hvers hann vænti sagði hann allt málið vera mjög erfitt. „Við erum að tala um sú sem ég elska er þarna hinum megin við borðið,“ sagði Costner Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Costner er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.
Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Baumgartner þarf að yfirgefa heimilið í mánuðinum Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí. 5. júlí 2023 21:46 Segir Costner vísa börnunum á dyr Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu. 17. júní 2023 10:46 Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. 14. júní 2023 07:44 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Baumgartner þarf að yfirgefa heimilið í mánuðinum Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí. 5. júlí 2023 21:46
Segir Costner vísa börnunum á dyr Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu. 17. júní 2023 10:46
Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. 14. júní 2023 07:44