Lýðheilsulög? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 22. september 2023 08:31 Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun