„Búið að vera æðislegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2023 14:30 Vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur leikið vel með Stjörnunni í sumar. vísir/arnar Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Sædís er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum ásamt markverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira