„Munum taka íslensku geðveikina á þetta gegn Þýskalandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. september 2023 21:05 Telma Ívarsdóttir stóð sig frábærlega í markinu Vísir/Pawel Cieslikiewicz Telma Ívarsdóttir, markmaður Íslands, var afar ánægð með að hafa haldið hreinu og náð í þrjú stig í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. „Nei það er ekkert betra, “ sagði Telma Ívarsdóttir aðspurð hvort það væri eitthvað betra en að ná í 1-0 sigur á Laugadalsvelli. Þrátt fyrir að Wales hafi haldið betur í boltann þá fannst Telmu varnarleikurinn góður og gestirnir ógnuðu lítið markinu. „Við héldum ekki nógu mikið í boltann en þegar þær voru með boltann þá gerðu þær ekki neitt og þær opnuðu okkur aldrei og mér fannst við spila varnarleik upp á tíu.“ Í hálfleik sagði Telma að liðið vildi halda betur í boltann í síðari hálfleik og vanda sig meira þegar að boltinn væri innan liðs. „Við vorum að reyna að skerpa á því að halda betur í boltann og vera rólegri með boltann. Við vildum líka gera betur þegar við vorum með boltann og nýta þær stöður betur. En þær máttu alveg vera með boltann og þær gerðu ekkert þegar þær voru með boltann sem var fínt.“ „Við áttum fullt af föstum leikatriðum sem við erum sterkar í eins og við sýndum í kvöld. Við fengum dauðafæri í seinni hálfleik og við sýndum að þegar að við sækjum hratt á andstæðinginn þá getum við skorað.“ En hvað stóð upp úr fyrir markmanninn í þessum 1-0 sigri gegn Wales. „Að halda hreinu og vinna fyrsta leikinn í Þjóðadeildinni.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi og Telma var spennt fyrir því verkefni og sagði að liðið myndi fara í þann leik til að vinna. „Við eigum eftir að fara yfir leikinn gegn Þýskalandi en við munum fara í þann leik eins og alla aðra og taka íslensku geðveikina á þetta og fara alla leið,“ sagði Telma að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
„Nei það er ekkert betra, “ sagði Telma Ívarsdóttir aðspurð hvort það væri eitthvað betra en að ná í 1-0 sigur á Laugadalsvelli. Þrátt fyrir að Wales hafi haldið betur í boltann þá fannst Telmu varnarleikurinn góður og gestirnir ógnuðu lítið markinu. „Við héldum ekki nógu mikið í boltann en þegar þær voru með boltann þá gerðu þær ekki neitt og þær opnuðu okkur aldrei og mér fannst við spila varnarleik upp á tíu.“ Í hálfleik sagði Telma að liðið vildi halda betur í boltann í síðari hálfleik og vanda sig meira þegar að boltinn væri innan liðs. „Við vorum að reyna að skerpa á því að halda betur í boltann og vera rólegri með boltann. Við vildum líka gera betur þegar við vorum með boltann og nýta þær stöður betur. En þær máttu alveg vera með boltann og þær gerðu ekkert þegar þær voru með boltann sem var fínt.“ „Við áttum fullt af föstum leikatriðum sem við erum sterkar í eins og við sýndum í kvöld. Við fengum dauðafæri í seinni hálfleik og við sýndum að þegar að við sækjum hratt á andstæðinginn þá getum við skorað.“ En hvað stóð upp úr fyrir markmanninn í þessum 1-0 sigri gegn Wales. „Að halda hreinu og vinna fyrsta leikinn í Þjóðadeildinni.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi og Telma var spennt fyrir því verkefni og sagði að liðið myndi fara í þann leik til að vinna. „Við eigum eftir að fara yfir leikinn gegn Þýskalandi en við munum fara í þann leik eins og alla aðra og taka íslensku geðveikina á þetta og fara alla leið,“ sagði Telma að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira