Segir blendnar tilfinningar fylgja lokun Bragabúðar á Vopnafirði Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 13:25 Vopnafjörður Vísir/Vilhelm Versluninni Bragabúð á Vopnafirði var endanlega skellt í lás í gær eftir að hafa veitt Vopnfirðingum þjónustu um rúmlega þrjátíu ára skeið. Eigandi verslunarinnar segir blendnar tilfinningar fylgja lokuninni. Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur. Vopnafjörður Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur.
Vopnafjörður Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira