Eftir krefjandi mánuði stimplaði Arnór sig rækilega inn í endurkomunni Aron Guðmundsson skrifar 25. september 2023 17:00 Arnór í leiknum með Blackburn gegn Ipswich um nýliðna helgi. Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson stimplaði sig inn í lið enska B-deildar liðsins Blacburn Rovers um nýliðna helgi er hann sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og skoraði eitt marka liðsins í tapi gegn Ipswich Town. Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira