Arnar um samskiptin við Óskar Hrafn eftir leik: „Ég fílaði þetta ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2023 08:01 Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson skiptast á orðum. vísir/hulda margrét Eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gær lentu þjálfarar liðanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson, í orðaskaki. Arnar ræddi samskipti og ríginn milli þeirra í Stúkunni. Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54
Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06