Sigldi sjö tonna skipi skakkur Árni Sæberg skrifar 27. september 2023 14:25 Maðurinn stýrði skipinu í ótilgreinda höfn á Vestfjörðum. Þetta er höfnin á Bíldudal. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að stjórna skipi til hafnar ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa vana-og fíkniefna, en í blóði hans mældist kannabis. Þá stýrði hann skipinu án þess að hafa til þess gild réttindi. Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa árið 2022 brotið gegn siglingalögum og lögum um áhafnir skipa með því að hafa í starfi sínu sem skipstjóri á fiskiskipi, sem er 7,48 brúttótonn, 9,25 metrar að skráðri lengd og með 190,40 kW aðalvél stjórnað skipinu á leið til hafnar, ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna, en í blóði hans hafi mælst tetrahýdrókannabínól, 7,4 ng/ml. Þá hafi hann sem skipstjóri á skipinu, stjórnað því, án þess að lögskrá sig sem skipstjóra á skipið, en hann hafi verið eini skipverjinn og án þess að hafa verið með gilt skírteini til skipstjórnar, á tímabilinu 4. maí 2022 til 18. júlí 2022, en hann hafi farið samtals tuttugu sjóferðir sem skipstjóri á skipinu á þessu tímabili. Og fyrir að hafa ranglega lögskráð annan mann sem skipstjóra á skipið frá 27. apríl 2022 til 31. ágúst 2022, en hann hafi enga sjóferð farið og ekki stjórnað skipinu á tímabilinu. Mætti ekki Maðurinn mætti ekki þegar málið var þingfest og var því farið með málið eins og hann hefði játað þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. „Þar sem það er mat dómsins að gögn málsins sýni með fullnægjandi hætti að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi,“ segir í dóminum. Með vísan til sakaferils mannsins, og sérstaklega fyrri dóms sem hann hlaut árið 2021 og rof skilorðs þess dóms, var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða óskilorðsbundinnar refsingar. Sjávarútvegur Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa árið 2022 brotið gegn siglingalögum og lögum um áhafnir skipa með því að hafa í starfi sínu sem skipstjóri á fiskiskipi, sem er 7,48 brúttótonn, 9,25 metrar að skráðri lengd og með 190,40 kW aðalvél stjórnað skipinu á leið til hafnar, ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna, en í blóði hans hafi mælst tetrahýdrókannabínól, 7,4 ng/ml. Þá hafi hann sem skipstjóri á skipinu, stjórnað því, án þess að lögskrá sig sem skipstjóra á skipið, en hann hafi verið eini skipverjinn og án þess að hafa verið með gilt skírteini til skipstjórnar, á tímabilinu 4. maí 2022 til 18. júlí 2022, en hann hafi farið samtals tuttugu sjóferðir sem skipstjóri á skipinu á þessu tímabili. Og fyrir að hafa ranglega lögskráð annan mann sem skipstjóra á skipið frá 27. apríl 2022 til 31. ágúst 2022, en hann hafi enga sjóferð farið og ekki stjórnað skipinu á tímabilinu. Mætti ekki Maðurinn mætti ekki þegar málið var þingfest og var því farið með málið eins og hann hefði játað þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. „Þar sem það er mat dómsins að gögn málsins sýni með fullnægjandi hætti að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi,“ segir í dóminum. Með vísan til sakaferils mannsins, og sérstaklega fyrri dóms sem hann hlaut árið 2021 og rof skilorðs þess dóms, var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða óskilorðsbundinnar refsingar.
Sjávarútvegur Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira