Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 11:43 Ný útgáfa af Sögunni af Dimmalimm sem merkt er Guðmundi Thorsteinssyni hefur vakið mikla athygli. Óðinsauga Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira