Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 10:02 Adomas Drungilas er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Tindastólsliðið. Vísir/Bára Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn. „Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira