Telur að Man United nái ekki topp fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:31 Gary Neville spilaði með Man United allan sinn feril. Alex Livesey/Getty Images Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að hans gamla félag verði ekki meðal fimm efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar þegar henni lýkur næsta vor. Man United lagði Brentford með tveimur mörkum gegn einu á einkar dramatískan hátt um liðna helgi. Man Utd var marki undir þegar venjulegur leiktími var liðinn en Skotinn Scott McTominay skoraði tvívegis í uppbótartíma og tryggði sínum mönnum óverðskuldaðan sigur. Man United hefur hins vegar byrjað tímabilið skelfilega og er með aðeins 12 stig að loknum 8 umferðum á Englandi. Þá hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu og er alls óvíst að liðið komist upp úr riðli sem inniheldur Bayern München, Galatasaray og FC Kaupmannahöfn. Í hlaðvarpi Neville á vegum Sky Sports kemur fram að hann telji engar líkur á að Man United endi meðal efstu fimm liðanna. Hann telur Chelsea betur í stakk búið til að gera atlögu að Meistaradeildarsæti. Hann telur Lundúnaliðið hins vegar þurfa bæði miðvörð og framherja. Gary Neville doesn't believe Manchester United will finish in the top five of the Premier League this season pic.twitter.com/pz2d5xtciy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 9, 2023 Um sitt gamla félag hafði hann þetta að segja: „Þeir eru langt frá því nægilega góðir. Það kemur mér á óvart því fyrir sjö eða átta vikum spáði ég því að þeir myndu enda í þriðja sæti annað árið í röð.“ Hann nefnir að André Onana, markvörður liðsins, hafi engan veginn aðlagast Englandi og það leiði af sér óstöðugleika í öftustu línu. Þá segir Neville að aldurssamsetningin á Chelsea-liðinu sé betri en hjá Man United. Man United mætir Sheffield United í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en nágrannar þeirra og Englandsmeistarar Manchester City mæta á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Man United lagði Brentford með tveimur mörkum gegn einu á einkar dramatískan hátt um liðna helgi. Man Utd var marki undir þegar venjulegur leiktími var liðinn en Skotinn Scott McTominay skoraði tvívegis í uppbótartíma og tryggði sínum mönnum óverðskuldaðan sigur. Man United hefur hins vegar byrjað tímabilið skelfilega og er með aðeins 12 stig að loknum 8 umferðum á Englandi. Þá hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu og er alls óvíst að liðið komist upp úr riðli sem inniheldur Bayern München, Galatasaray og FC Kaupmannahöfn. Í hlaðvarpi Neville á vegum Sky Sports kemur fram að hann telji engar líkur á að Man United endi meðal efstu fimm liðanna. Hann telur Chelsea betur í stakk búið til að gera atlögu að Meistaradeildarsæti. Hann telur Lundúnaliðið hins vegar þurfa bæði miðvörð og framherja. Gary Neville doesn't believe Manchester United will finish in the top five of the Premier League this season pic.twitter.com/pz2d5xtciy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 9, 2023 Um sitt gamla félag hafði hann þetta að segja: „Þeir eru langt frá því nægilega góðir. Það kemur mér á óvart því fyrir sjö eða átta vikum spáði ég því að þeir myndu enda í þriðja sæti annað árið í röð.“ Hann nefnir að André Onana, markvörður liðsins, hafi engan veginn aðlagast Englandi og það leiði af sér óstöðugleika í öftustu línu. Þá segir Neville að aldurssamsetningin á Chelsea-liðinu sé betri en hjá Man United. Man United mætir Sheffield United í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en nágrannar þeirra og Englandsmeistarar Manchester City mæta á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira