Bjartsýni aldarinnar Ástþór Magnússon skrifar 11. október 2023 11:00 „Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar