Scholes hefur ekki séð betri leikmann á sama aldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 11:31 Jude Bellingham hefur raðað inn mörkum á fyrsta tímabili sínu með Real Madrid. AP/Jose Breton Paul Scholes er einn af bestu miðjumönnum sem Englendingar hafa átt og átti magnaðan feril með Manchester United. Það er óhætt að segja að þessi goðsögn sé hrifinn af landa sínum Jude Bellingham. Paul Scholes hrósaði Jude Bellingham mikið í viðtali á TNT Sports en fram undan eru landsleikir hjá Englendingum í undankeppni EM. „Miðað við aldur og það sem hann hefur afekað þegar þá er hann betri á þessum tíma á ferli sinum en nokkur annar leikmaður sem ég hef séð,“ sagði Paul Scholes aðspurður um Jude Bellingham. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bellingham hefur skorað tíu mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Real Madrid í öllum keppnum. Hann er samt enn bara tvítugur. „Þetta er svo metnaðarfullur strákur, ákveðinn í að standa sig, mikill atvinnumaður í öllu sem hann gerir og með alla þessa hæfileika. Það er ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Scholes. „Ofan á allt saman þá er hann með réttu skapgerðina til að ráða við þetta allt saman. Það virðist ekkert slá hann út af laginu,“ sagði Scholes. „Hann fór til eins stærsta félags í heimi sem er Real Madrid og hann heldur sínu striki alveg eins og hann sé bara að spila fyrir Birmingham. Hann stendur svo mikið upp úr,“ sagði Scholes. „Hann er sigurvegari. Hann hefur áhrif á fótboltavelli. Það er svo mikið af miðjumönnum í dag sem halda að þeir séu að spila vel þegar þegar liðið heldur boltanum í 75 eða 80 prósent af leikjunum en þeir hvorki skora sjálfir né búa til mark fyrir aðra,“ sagði Scholes. „Hann er að vinna fótboltaleiki fyrir liðið sitt. Þess vegna er hann að spila fyrir Real Madrid. Vonandi getur hann gert það líka fyrir enska landsliðið,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Paul Scholes hrósaði Jude Bellingham mikið í viðtali á TNT Sports en fram undan eru landsleikir hjá Englendingum í undankeppni EM. „Miðað við aldur og það sem hann hefur afekað þegar þá er hann betri á þessum tíma á ferli sinum en nokkur annar leikmaður sem ég hef séð,“ sagði Paul Scholes aðspurður um Jude Bellingham. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bellingham hefur skorað tíu mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Real Madrid í öllum keppnum. Hann er samt enn bara tvítugur. „Þetta er svo metnaðarfullur strákur, ákveðinn í að standa sig, mikill atvinnumaður í öllu sem hann gerir og með alla þessa hæfileika. Það er ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Scholes. „Ofan á allt saman þá er hann með réttu skapgerðina til að ráða við þetta allt saman. Það virðist ekkert slá hann út af laginu,“ sagði Scholes. „Hann fór til eins stærsta félags í heimi sem er Real Madrid og hann heldur sínu striki alveg eins og hann sé bara að spila fyrir Birmingham. Hann stendur svo mikið upp úr,“ sagði Scholes. „Hann er sigurvegari. Hann hefur áhrif á fótboltavelli. Það er svo mikið af miðjumönnum í dag sem halda að þeir séu að spila vel þegar þegar liðið heldur boltanum í 75 eða 80 prósent af leikjunum en þeir hvorki skora sjálfir né búa til mark fyrir aðra,“ sagði Scholes. „Hann er að vinna fótboltaleiki fyrir liðið sitt. Þess vegna er hann að spila fyrir Real Madrid. Vonandi getur hann gert það líka fyrir enska landsliðið,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira