Nýi fyrirliðinn okkar þakkar þjálfarateyminu fyrir stuðninginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 10:01 Sverrir Ingi Ingason er í risastóru hlutverki í íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Sverrir Ingi Ingason mun leiða íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvellinum en Sverrir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska liðsins. „Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira