Áskorun á Forseta Íslands og Ríkisráðsfund Bessastöðum 14.10.23 Ástþór Magnússon skrifar 14. október 2023 13:00 Tvö þúsund manns liggja í valnum eftir að fjölmargir leiðtogar Vesturlanda lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Benjamin Netanyahu gegn Gaza fyrir viku síðan. Það er mjög vanhugsað að standa með Ísrael á þennan hátt. Stuðningsyfirlýsingar m.a. frá Utanríkisráðherra Íslands voru ríkisstjórn Ísraels hvatning til að ráðast í miskunnarlausar aðgerðir gegn palestínsku þjóðinni. Lokað var fyrir vatn, matvæli, rafmagn, heilu íbúðarbyggðirnar lagðar í rúst og gerðar loftárásir á flýjandi fólk. Hvað felst í þeim yfirlýsingum að við Stöndum með Ísrael? Erum við að hvetja til stríðsglæpa og fjöldamorða í Palestínu sem svar við óhugnarlegum morðum og mannránum framið af örvæntingarfullu ungu fólki andspyrnuhreyfinga? Hvernig ætlum við að uppræta Hamas? Með því að hvetja til þjóðernishreinsana? Með því að styðja Ísrael til áframhaldandi landtöku og horfa aðgerðarlaus uppá her þeirra murka lífið úr 2.3 milljónum manns eða senda á flótta. Menn hljóta að gera sér grein fyrir að þessi landtöku hugmyndafræði gengur ekki upp. Palestínsku þjóðinni eða andspyrnuhreifingum verður ekkert útrýmt með slíkum aðgerðum sem nú er beitt. Miskunnarlausar hernaðaraðgerðir eru olía á vaxandi ófriðarbál, kynda undir gyðingahatur um allan heim og setja framtíðarhorfur friðar í heiminum í enn frekara uppnám. Síðasta sólarhring hefur forsætisráðherra Bretlands vakið athygli á skýrslu lögreglunnar í London um auknar árásir á gyðinga í landinu. Þetta verður ekki barið niður með vopnum eða hernaði. Eina leiðin til að stöðva þessar hörmungar er að koma á samningaviðræðum við ráðamenn Ísrael, fulltrúa Palestínu og Hamas um varanlega lausn deilunnar. Ísrael verður að láta af hernáminu og sýna það í verki að staðið verði við samkomulag um landamæri með þeim hætti að báðar þjóðirnar geti lifað í sátt og samlyndi. Ég skora á Forseta Íslands að taka af skarið á ríkisráðsfundi í dag og gera Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael grein fyrir því að Íslenska þjóðin styður ekki stríðsglæpi. Fjöldamorðin í Gaza verði að stöðva án tafar og þess krafist að opnað verði fyrir vatn, matvæli og rafmagn til þeirra 2.3 milljóna palestínumanna sem búa á Gaza. Krefjast þess einnig að stríðandi fylkingar komi saman til samninga um varanlega lausn til friðar. Hér fylgir texti á ensku sem við getum tekið til fyrirmyndar: My heart breaks for the people and families Who are being senselessly killed and brutalized right now. This is terrorism. You do not need to be Israeli. You do not need to be Palestinian. You need to be human. Now is the time to come together, not be driven apart. There is never an excuse to kill innocent people, and we can all agree on that. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tvö þúsund manns liggja í valnum eftir að fjölmargir leiðtogar Vesturlanda lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Benjamin Netanyahu gegn Gaza fyrir viku síðan. Það er mjög vanhugsað að standa með Ísrael á þennan hátt. Stuðningsyfirlýsingar m.a. frá Utanríkisráðherra Íslands voru ríkisstjórn Ísraels hvatning til að ráðast í miskunnarlausar aðgerðir gegn palestínsku þjóðinni. Lokað var fyrir vatn, matvæli, rafmagn, heilu íbúðarbyggðirnar lagðar í rúst og gerðar loftárásir á flýjandi fólk. Hvað felst í þeim yfirlýsingum að við Stöndum með Ísrael? Erum við að hvetja til stríðsglæpa og fjöldamorða í Palestínu sem svar við óhugnarlegum morðum og mannránum framið af örvæntingarfullu ungu fólki andspyrnuhreyfinga? Hvernig ætlum við að uppræta Hamas? Með því að hvetja til þjóðernishreinsana? Með því að styðja Ísrael til áframhaldandi landtöku og horfa aðgerðarlaus uppá her þeirra murka lífið úr 2.3 milljónum manns eða senda á flótta. Menn hljóta að gera sér grein fyrir að þessi landtöku hugmyndafræði gengur ekki upp. Palestínsku þjóðinni eða andspyrnuhreifingum verður ekkert útrýmt með slíkum aðgerðum sem nú er beitt. Miskunnarlausar hernaðaraðgerðir eru olía á vaxandi ófriðarbál, kynda undir gyðingahatur um allan heim og setja framtíðarhorfur friðar í heiminum í enn frekara uppnám. Síðasta sólarhring hefur forsætisráðherra Bretlands vakið athygli á skýrslu lögreglunnar í London um auknar árásir á gyðinga í landinu. Þetta verður ekki barið niður með vopnum eða hernaði. Eina leiðin til að stöðva þessar hörmungar er að koma á samningaviðræðum við ráðamenn Ísrael, fulltrúa Palestínu og Hamas um varanlega lausn deilunnar. Ísrael verður að láta af hernáminu og sýna það í verki að staðið verði við samkomulag um landamæri með þeim hætti að báðar þjóðirnar geti lifað í sátt og samlyndi. Ég skora á Forseta Íslands að taka af skarið á ríkisráðsfundi í dag og gera Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael grein fyrir því að Íslenska þjóðin styður ekki stríðsglæpi. Fjöldamorðin í Gaza verði að stöðva án tafar og þess krafist að opnað verði fyrir vatn, matvæli og rafmagn til þeirra 2.3 milljóna palestínumanna sem búa á Gaza. Krefjast þess einnig að stríðandi fylkingar komi saman til samninga um varanlega lausn til friðar. Hér fylgir texti á ensku sem við getum tekið til fyrirmyndar: My heart breaks for the people and families Who are being senselessly killed and brutalized right now. This is terrorism. You do not need to be Israeli. You do not need to be Palestinian. You need to be human. Now is the time to come together, not be driven apart. There is never an excuse to kill innocent people, and we can all agree on that. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar