Segir leikmann Keflavíkur eigingjarnan: „Finnst þessi maður vera kominn til að fylla tölfræðiskýrsluna sína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2023 10:01 Remy Martin hefur ekki heillað Ómar Örn Sævarsson. stöð 2 sport Ómari Erni Sævarssyni, sérfræðingi Subway Körfuboltakvölds, finnst Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, vera eigingjarn. Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira