Helförin á Gaza Ástþór Magnússon skrifar 16. október 2023 12:00 Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun