Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“ Aron Guðmundsson skrifar 16. október 2023 11:36 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er í leit að næsta þjálfaragiggi. Þjálfarastarfið hjá KR heillar hann. Sigurður Ragnar er KR-ingur í grunninn og er á þeirri skoðun að KR-ingur eigi að vera ráðinn inn sem þjálfari karlaliðs félagsins Vísir/Arnar Halldórsson Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur í tvígang rætt við forráðamenn knattspyrnudeildar KR varðandi þjálfarastöðuna hjá karlaliði félagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til félagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfarastöðuna. Félagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara. „Ég farið í tvö viðtöl hjá KR,“ svarar Sigurður Ragnar, betur þekktur sem Siggi Raggi, þegar að blaðamaður spyr hann út í það hvort hann hafi rætt við félagið um þjálfarastöðuna sem þar er laus. „Ég er á þeirri skoðun að KR eigi að ráða KR-ing.“ KR er í leit að þjálfara eftir að ákveðið var að endurnýja ekki samning Rúnars Kristinssonar. Nafn Sigga Ragga, sem lét af störfum sem þjálfari Keflavíkur á síðasta tímabili, er eitt þeirra sem hefur verið orðað við þjálfarastöðuna og hann er opinskár varðandi stöðu sína í þeim kapal. Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KRVísir/Hulda Margrét „KR er í viðtalsferli og eru, veit ég, einnig að taka viðtöl við fleiri þjálfara. Menn þar á bæ eru að vanda valið, fara ítarlega í gegnum þetta ferli.“ Eins og fyrr sagði ber hann miklar taugar til félagsins. Var á árum leikmaður þess, bæði í yngri flokkum og svo í meistaraflokki. „Ég er KR-ingur. Þar ólst ég upp og spilaði nokkur ár í meistaraflokki félagsins. Ég ber miklar taugar til félagsins og er á þeirri skoðun að KR eigi að ráða KR-ing. En ég er auðvitað ekki hlutlaus þegar kemur að þeirri skoðun,“ segir Sigurður Ragnar og hlær. Vill helst þjálfa áfram Það er alveg ljóst þegar að maður talar við Sigurð Ragnar um KR að þjálfarastarfið hjá félaginu heillar hann mikið. „Já þetta starf heillar. Mér finnst það mjög spennandi og ég sé mikla möguleika hjá félaginu. Auðvitað hefur árangurinn síðustu ár verið lakari en oft áður. KR er að fara í gegnum endurskipulag og hafa ákveðið að fá nýja rödd inn. Rúnar hefur skilað þarna mjög góðu starfi og nú er tækifæri fyrir nýjan mann að koma inn og halda áfram uppbyggingu og vonandi, með tíð og tíma, ná sama árangri og KR náði hérna áður fyrr.“ Siggi Raggi á Meistaravöllum í Vesturbænum sem þjálfari Keflavíkur. Sjáum við hann í hinum boðvanginum á næsta tímabili?Vísir/Diego Í upphafi októbermánaðar varpaði Fótbolti.net ljósi á orðróm þess efnis að Sigurður Ragnar yrði mögulega ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. Starfsviðtölin sem Sigurður Ragnar hefur farið í hjá KR til þessa hafa ekki snúist um þá mögulegu stöðu hjá félaginu og væri hann frekar til í þjálfarastöðuna. „Ég er mest spenntur fyrir því að halda áfram að þjálfa,“ segir Sigurður Ragnar. „Þessi starfsviðtöl sem ég hef farið í hjá KR hafa ekki snúist um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu.“ En myndi sú staða heilla þig? „Það er eitthvað sem er erfitt að segja til um fyrir fram. Eitthvað sem við þyrftum að ræða ef það væri hugsunin hjá forráðamönnum KR.“ Boltinn hjá KR KR er ekki eina félagið sem Sigurður Ragnar hefur rætt við. „Það hafa fleiri félög haft samband við mig og kannað áhugann. Ég er þó mest spenntur fyrir KR ef það er í boði. Þá hef ég einnig leitað út fyrir landsteinana, dreift ferilskránni minni þar. Ég hef, í gegnum tíðina, starfað mikið erlendis. Þar eru líka möguleikar. En kannski kýs maður helst að starfa áfram hérna heima. Hér er ég með mína fjölskyldu, tvö börn, og vil því helst vera nálægt þeim.“ Frá leik KR á Meistaravöllum í sumarVísir/Diego „Ég segi bara eins og Óskar Hrafn. Ég er KR-ingur og er mjög spenntur fyrir þessu starfi. Ég verð alltaf KR-ingur þó ég hafi spilað fleiri liðum og þjálfað önnur lið í gegnum tíðina. Auðvitað ber maður alltaf taugar til uppeldisfélagsins.“ Hvenær býstu við að fá vísbendingar um næstu skref hjá KR? „Boltinn er hjá KR. Þeir eru að ráða í þetta starf og það sama gildir náttúrulega um önnur félög. Þetta er árstíminn þar sem félög eru að ráða í störfin og fara yfir leikmannamál. Mín tilfinning er sú að þetta fari að gerast. „Allir verið að bíða eftir því að sjá hvað Óskar Hrafn gerir“ Sigurður Ragnar segir stöðuna hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrrum þjálfara Breiðabliks, hafa haft sín áhrif á stöðu mála. „Auðvitað hafa allir verið að bíða eftir því að sjá hvað Óskar Hrafn gerir. Hvort að hann fari í Haugesund. Á því strandar kannski þessi þjálfarakapall sem fer alltaf í gang á haustin. Ég held að það fari nú að styttast í ákvörðun. Enda geta félögin ekki beðið of lengi því að það eru leikmenn sem þurfa að fá svör við því hver verði þjálfari liðsins og eins eru leikmenn lausir á markaðnum sem að lið, sem eru með þjálfara, eru að pikka upp.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið út til Noregs og kannað aðstæður hjá Haugesund FK Vísir/Diego Sigurður Ragnar beinir þarna ljósi að þeirri stöðu sem upp er kominn varðandi Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfara Breiðabliks. Óskar hefur verið í viðræðum við norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund FK en hefur á sama tíma verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá KR sem er, eins og hjá Sigurði Ragnari, í grunninn hans lið. Samkvæmt fréttum í Noregi virðist Óskar Hrafn standa einn eftir sem sá þjálfari sem forráðamenn Haugesund vilja semja við. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá samningum þeirra á milli. Ekki ákjósanlegt að bíða of lengi Hefurðu þá tilfinningu gagnvart stöðu mála hjá KR að forráðamenn félagsins séu að bíða eftir því að sjá hvað gerist hjá Óskari Hrafni? „Ég vil ekki leggja þeim orð í munn. Formaður knattspyrnudeildar KR hefur alveg gefið það út að félagið ætli sér að taka góðan tíma í þessa ráðningu. Á sama tíma er Óskar Hrafn ekki kominn með samning við Haugesund og það félag ekki öruggt með að halda sér uppi í norsku úrvalsdeildinni.“ „Ég veit það ekki. Mér finnst ráðningarferlið hjá Haugesund vera orðið nokkuð langt. Ég held að það taki ekki svona langan tíma að gera ráðningarsamning. Það er spurning hvort að Óskar Hrafn sé að bíða eftir því að sjá hvort að félagið haldi sér uppi. En KR getur heldur ekki beðið of lengi. Það eru aðkallandi mál, eins og leikmannamálin, sem þarf að fara í. Ég held að sú staða að bíða of lengi sé ekki ákjósanleg fyrir KR.“ KR Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Ég farið í tvö viðtöl hjá KR,“ svarar Sigurður Ragnar, betur þekktur sem Siggi Raggi, þegar að blaðamaður spyr hann út í það hvort hann hafi rætt við félagið um þjálfarastöðuna sem þar er laus. „Ég er á þeirri skoðun að KR eigi að ráða KR-ing.“ KR er í leit að þjálfara eftir að ákveðið var að endurnýja ekki samning Rúnars Kristinssonar. Nafn Sigga Ragga, sem lét af störfum sem þjálfari Keflavíkur á síðasta tímabili, er eitt þeirra sem hefur verið orðað við þjálfarastöðuna og hann er opinskár varðandi stöðu sína í þeim kapal. Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KRVísir/Hulda Margrét „KR er í viðtalsferli og eru, veit ég, einnig að taka viðtöl við fleiri þjálfara. Menn þar á bæ eru að vanda valið, fara ítarlega í gegnum þetta ferli.“ Eins og fyrr sagði ber hann miklar taugar til félagsins. Var á árum leikmaður þess, bæði í yngri flokkum og svo í meistaraflokki. „Ég er KR-ingur. Þar ólst ég upp og spilaði nokkur ár í meistaraflokki félagsins. Ég ber miklar taugar til félagsins og er á þeirri skoðun að KR eigi að ráða KR-ing. En ég er auðvitað ekki hlutlaus þegar kemur að þeirri skoðun,“ segir Sigurður Ragnar og hlær. Vill helst þjálfa áfram Það er alveg ljóst þegar að maður talar við Sigurð Ragnar um KR að þjálfarastarfið hjá félaginu heillar hann mikið. „Já þetta starf heillar. Mér finnst það mjög spennandi og ég sé mikla möguleika hjá félaginu. Auðvitað hefur árangurinn síðustu ár verið lakari en oft áður. KR er að fara í gegnum endurskipulag og hafa ákveðið að fá nýja rödd inn. Rúnar hefur skilað þarna mjög góðu starfi og nú er tækifæri fyrir nýjan mann að koma inn og halda áfram uppbyggingu og vonandi, með tíð og tíma, ná sama árangri og KR náði hérna áður fyrr.“ Siggi Raggi á Meistaravöllum í Vesturbænum sem þjálfari Keflavíkur. Sjáum við hann í hinum boðvanginum á næsta tímabili?Vísir/Diego Í upphafi októbermánaðar varpaði Fótbolti.net ljósi á orðróm þess efnis að Sigurður Ragnar yrði mögulega ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. Starfsviðtölin sem Sigurður Ragnar hefur farið í hjá KR til þessa hafa ekki snúist um þá mögulegu stöðu hjá félaginu og væri hann frekar til í þjálfarastöðuna. „Ég er mest spenntur fyrir því að halda áfram að þjálfa,“ segir Sigurður Ragnar. „Þessi starfsviðtöl sem ég hef farið í hjá KR hafa ekki snúist um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu.“ En myndi sú staða heilla þig? „Það er eitthvað sem er erfitt að segja til um fyrir fram. Eitthvað sem við þyrftum að ræða ef það væri hugsunin hjá forráðamönnum KR.“ Boltinn hjá KR KR er ekki eina félagið sem Sigurður Ragnar hefur rætt við. „Það hafa fleiri félög haft samband við mig og kannað áhugann. Ég er þó mest spenntur fyrir KR ef það er í boði. Þá hef ég einnig leitað út fyrir landsteinana, dreift ferilskránni minni þar. Ég hef, í gegnum tíðina, starfað mikið erlendis. Þar eru líka möguleikar. En kannski kýs maður helst að starfa áfram hérna heima. Hér er ég með mína fjölskyldu, tvö börn, og vil því helst vera nálægt þeim.“ Frá leik KR á Meistaravöllum í sumarVísir/Diego „Ég segi bara eins og Óskar Hrafn. Ég er KR-ingur og er mjög spenntur fyrir þessu starfi. Ég verð alltaf KR-ingur þó ég hafi spilað fleiri liðum og þjálfað önnur lið í gegnum tíðina. Auðvitað ber maður alltaf taugar til uppeldisfélagsins.“ Hvenær býstu við að fá vísbendingar um næstu skref hjá KR? „Boltinn er hjá KR. Þeir eru að ráða í þetta starf og það sama gildir náttúrulega um önnur félög. Þetta er árstíminn þar sem félög eru að ráða í störfin og fara yfir leikmannamál. Mín tilfinning er sú að þetta fari að gerast. „Allir verið að bíða eftir því að sjá hvað Óskar Hrafn gerir“ Sigurður Ragnar segir stöðuna hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrrum þjálfara Breiðabliks, hafa haft sín áhrif á stöðu mála. „Auðvitað hafa allir verið að bíða eftir því að sjá hvað Óskar Hrafn gerir. Hvort að hann fari í Haugesund. Á því strandar kannski þessi þjálfarakapall sem fer alltaf í gang á haustin. Ég held að það fari nú að styttast í ákvörðun. Enda geta félögin ekki beðið of lengi því að það eru leikmenn sem þurfa að fá svör við því hver verði þjálfari liðsins og eins eru leikmenn lausir á markaðnum sem að lið, sem eru með þjálfara, eru að pikka upp.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið út til Noregs og kannað aðstæður hjá Haugesund FK Vísir/Diego Sigurður Ragnar beinir þarna ljósi að þeirri stöðu sem upp er kominn varðandi Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfara Breiðabliks. Óskar hefur verið í viðræðum við norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund FK en hefur á sama tíma verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá KR sem er, eins og hjá Sigurði Ragnari, í grunninn hans lið. Samkvæmt fréttum í Noregi virðist Óskar Hrafn standa einn eftir sem sá þjálfari sem forráðamenn Haugesund vilja semja við. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá samningum þeirra á milli. Ekki ákjósanlegt að bíða of lengi Hefurðu þá tilfinningu gagnvart stöðu mála hjá KR að forráðamenn félagsins séu að bíða eftir því að sjá hvað gerist hjá Óskari Hrafni? „Ég vil ekki leggja þeim orð í munn. Formaður knattspyrnudeildar KR hefur alveg gefið það út að félagið ætli sér að taka góðan tíma í þessa ráðningu. Á sama tíma er Óskar Hrafn ekki kominn með samning við Haugesund og það félag ekki öruggt með að halda sér uppi í norsku úrvalsdeildinni.“ „Ég veit það ekki. Mér finnst ráðningarferlið hjá Haugesund vera orðið nokkuð langt. Ég held að það taki ekki svona langan tíma að gera ráðningarsamning. Það er spurning hvort að Óskar Hrafn sé að bíða eftir því að sjá hvort að félagið haldi sér uppi. En KR getur heldur ekki beðið of lengi. Það eru aðkallandi mál, eins og leikmannamálin, sem þarf að fara í. Ég held að sú staða að bíða of lengi sé ekki ákjósanleg fyrir KR.“
KR Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira