Réttindabarátta fatlaðs fólks í 47 ár – Landssamtökin Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 16. október 2023 16:00 Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Framsækni, staðfesta, þrautseigja og baráttugleði eru leiðarljós í starfsemi og stefnu samtakanna. Við leggjum mikla áherslu á að fatlað fólk komi sjálft að þeim ákvörðunum sem það varðar og að sjónarmið þess og vilji séu leiðandi í stefnu og baráttu okkar. Hér eru nokkur mikilvæg verkefni og áherslumál samtakanna. Við höfum ítrekað krafist þess að grunn örorku – og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur verði hækkaðar til jafns við lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði. Við höfum átt mikilvæg samtöl og samstarf við aðila vinnumarkaðarins um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks sem og stjórnendur í atvinnulífinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að standa sig miklu betur og sýna gott fordæmi. Við höfum lagt áherslu á jöfn tækifæri til náms á öllum skólastigum án aðgreiningar. Við rekum húsbyggingasjóð og byggjum og kaupum íbúðir fyrir fatlað fólk til langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Við leggjum mikla áherslu á að bæta þurfi þjónustu við fötluð börn og ungmenni á landinu öllu og ekki síst fötluð börn af erlendum uppruna Við höfum átt samtal við stjórnvöld, þar með talið útlendingayfirvöld, um viðkvæma stöðu fatlaðra umsækjenda um alþjóðlega vernd og fatlaðs flóttafólks og innflytjenda, ekki síst barna og þrýst á um að mál þeirra fái vandaða meðferð og að fullt tillit sé tekið til aðstæðna, þarfa og réttinda þessa afar berskjaldaða hóps. Við höfum lagt okkur fram við að auka aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli til að fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir geti nálgast mikilvægar upplýsingar og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við höfum átt samtöl við fólk í tæknigeiranum og stjórnkerfinu til að fylgja eftir þeirri mikilvægu og sjálfsögðu kröfu að í nútíð og framtíð verði þarfir og hagsmunir fatlaðs fólks miklu betur tryggðir við innleiðingu tæknilausna en verið hefur. Þetta er mjög brýnt og gríðarlega mikilvægt mannréttindamál. Við leggjum mikla áherslu á aðgengi fatlaðs fólks, og sérstaklega fatlaðra barna og ungmenna, að íþrótta- og tómstundarstarfi. Við höfum unnið að mörgum mikilvægum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla og bæta samráð við fatlað fólk, m.a. með því að búa til fræðsluefni fyrir starfsfólk sveitarfélaga og fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir um samráð og starfsemi notendaráða sveitarféalga. Nú í haust hófum við, í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Fjölmennt, fundaherferðina Sæti við borðið, sem er verkefni til stuðnings og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sem hefur áhuga á að sitja í notendaráðum á landsbyggðinni. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja raunverulegt og mikið samráð við fatlað fólk á landinu öllu og sérstaklega að tryggja að fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir fái viðeigandi stuðning og tækifæri til að segja skoðun sína og hafa áhrif. Margt hefur áunnist í réttindamálum fatlaðs fólks en mjög margt er ógert. Þrátt fyrir miklar breytingar á undanförnum árum og vonir um að gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem stjórnvöld vinna nú að undir forystu félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi enn meiri umbætur í för með sér, er ekkert sjálfsagt. Mannréttindi fólks og ekki síst fatlaðs fólks eru brothætt og því miður eru ýmsar blikur á lofti um að aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni og sækja fram – Sókn er besta vörnin! Landsþing Landsamtakanna Þroskahjálpar verður haldið laugardaginn 21. okt. nk á Hotel Reykjavík Grand. Eftir hádegi (kl. 13-16:30) munum við halda málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks undir yfirskriftinni Þak yfir höfuðið. Hvetjum við öll sem láta sig þetta mikilvæga réttindamál fatlaðs fólks varða að mæta á málþingið því umræðuefnið er svo sannarlega þarft og mikilvægt. Á afmælisdaginn sendir Þroskahjálp sérstakar þakkir til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stutt hafa fjárhagslega við samtökin í gegnum árin með því að kaupa listaverkaalmanak eða með beinum fjárstuðningi. Stuðningur almennings er grundvöllur allra þeirra verkefna sem Þroskahjálp vinnur að. Í tilefni dagsins er hafin forsala á almanakinu okkar inn á heimasíðu samtakanna. Án ykkar væri miklu minna bit í baráttu okkar og því viljum við nota þetta tækifæri til að þakka innilega fyrir okkur. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Framsækni, staðfesta, þrautseigja og baráttugleði eru leiðarljós í starfsemi og stefnu samtakanna. Við leggjum mikla áherslu á að fatlað fólk komi sjálft að þeim ákvörðunum sem það varðar og að sjónarmið þess og vilji séu leiðandi í stefnu og baráttu okkar. Hér eru nokkur mikilvæg verkefni og áherslumál samtakanna. Við höfum ítrekað krafist þess að grunn örorku – og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur verði hækkaðar til jafns við lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði. Við höfum átt mikilvæg samtöl og samstarf við aðila vinnumarkaðarins um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks sem og stjórnendur í atvinnulífinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að standa sig miklu betur og sýna gott fordæmi. Við höfum lagt áherslu á jöfn tækifæri til náms á öllum skólastigum án aðgreiningar. Við rekum húsbyggingasjóð og byggjum og kaupum íbúðir fyrir fatlað fólk til langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Við leggjum mikla áherslu á að bæta þurfi þjónustu við fötluð börn og ungmenni á landinu öllu og ekki síst fötluð börn af erlendum uppruna Við höfum átt samtal við stjórnvöld, þar með talið útlendingayfirvöld, um viðkvæma stöðu fatlaðra umsækjenda um alþjóðlega vernd og fatlaðs flóttafólks og innflytjenda, ekki síst barna og þrýst á um að mál þeirra fái vandaða meðferð og að fullt tillit sé tekið til aðstæðna, þarfa og réttinda þessa afar berskjaldaða hóps. Við höfum lagt okkur fram við að auka aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli til að fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir geti nálgast mikilvægar upplýsingar og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við höfum átt samtöl við fólk í tæknigeiranum og stjórnkerfinu til að fylgja eftir þeirri mikilvægu og sjálfsögðu kröfu að í nútíð og framtíð verði þarfir og hagsmunir fatlaðs fólks miklu betur tryggðir við innleiðingu tæknilausna en verið hefur. Þetta er mjög brýnt og gríðarlega mikilvægt mannréttindamál. Við leggjum mikla áherslu á aðgengi fatlaðs fólks, og sérstaklega fatlaðra barna og ungmenna, að íþrótta- og tómstundarstarfi. Við höfum unnið að mörgum mikilvægum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla og bæta samráð við fatlað fólk, m.a. með því að búa til fræðsluefni fyrir starfsfólk sveitarfélaga og fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir um samráð og starfsemi notendaráða sveitarféalga. Nú í haust hófum við, í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Fjölmennt, fundaherferðina Sæti við borðið, sem er verkefni til stuðnings og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sem hefur áhuga á að sitja í notendaráðum á landsbyggðinni. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja raunverulegt og mikið samráð við fatlað fólk á landinu öllu og sérstaklega að tryggja að fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir fái viðeigandi stuðning og tækifæri til að segja skoðun sína og hafa áhrif. Margt hefur áunnist í réttindamálum fatlaðs fólks en mjög margt er ógert. Þrátt fyrir miklar breytingar á undanförnum árum og vonir um að gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem stjórnvöld vinna nú að undir forystu félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi enn meiri umbætur í för með sér, er ekkert sjálfsagt. Mannréttindi fólks og ekki síst fatlaðs fólks eru brothætt og því miður eru ýmsar blikur á lofti um að aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni og sækja fram – Sókn er besta vörnin! Landsþing Landsamtakanna Þroskahjálpar verður haldið laugardaginn 21. okt. nk á Hotel Reykjavík Grand. Eftir hádegi (kl. 13-16:30) munum við halda málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks undir yfirskriftinni Þak yfir höfuðið. Hvetjum við öll sem láta sig þetta mikilvæga réttindamál fatlaðs fólks varða að mæta á málþingið því umræðuefnið er svo sannarlega þarft og mikilvægt. Á afmælisdaginn sendir Þroskahjálp sérstakar þakkir til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stutt hafa fjárhagslega við samtökin í gegnum árin með því að kaupa listaverkaalmanak eða með beinum fjárstuðningi. Stuðningur almennings er grundvöllur allra þeirra verkefna sem Þroskahjálp vinnur að. Í tilefni dagsins er hafin forsala á almanakinu okkar inn á heimasíðu samtakanna. Án ykkar væri miklu minna bit í baráttu okkar og því viljum við nota þetta tækifæri til að þakka innilega fyrir okkur. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun