Samveran eða hamstrahjólið Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. október 2023 08:30 Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Börn og uppeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar