Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 06:46 Reykjavíkurborg segir að íbúinn hafi aldrei fengið leyfi til að leggja á lóð sinni, þrátt fyrir að hann hafi gert það í áraraðir án athugasemda. Vísir/Vilhelm Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum. Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið. Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið.
Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira