Þingmenn flytja og húsgögnin sett á sölu Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2023 20:00 Svona lítur þetta út á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur haft á leigu undanfarin ár. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að ný bygging Alþingis verði tekin í notkun fyrir mánaðamót. Starfsmenn þingsins eru orðnir spenntir að flytja starfstöðvar sínar en gert er ráð fyrir að byggingin spari ríkið níutíu milljónir á hverju ári. Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað. Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað.
Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira