Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 15:12 Helgi Rúnar er forstjóri 66° Norður. 66° Norður Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi. Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi.
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira