Skoðun

Fá­ein orð um hatur

Sigurður Skúlason skrifar

Engan veginn gat mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem grein mín, Fórnarlamb verður böðull, hefur haft frá því á sunnudagsmorgun er hún birtist hér á visir.is. Fyrst og fremst og svo til eingöngu hafa þessi viðbrögð verið óvenju jákvæð og full þakklætis og rétt er að þakka fyrir það. Einstaka útúrsnúningur og ásakanir um eitthvað sem ekki á við rök að styðjast er sjálfsagt óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu um eldfim efni af þessu tagi. Mig langar aðeins að ítreka:

Að hata aðra manneskju er að hata sjálfan sig,

því innsta eðli manneskjunnar er eitt og hið sama.

Það felst í kjarna allra trúarbragða að lífið sjálft sé heilagt

og þannig er enginn maður öðrum æðri og enginn maður öðrum óæðri.

Ég hata ekki neina manneskju. En ég þekki hatur af eigin raun og það er sannarlega þungbær og lamandi lífsreynsla. Reynsla sem eitrar og eyðileggur líf. Við yfirvinnum ekki hatrið í sjálfum okkur nema með því að gangast við því – taka það til okkar og leysa það þannig upp.

Að sjálfsögðu hef ég tilfinningar og ég get haft andúð á og jafnvel fyrirlitið

framferði manna gagnvart öðrum mönnum. Framferði þar sem myrkur ræður oft för.

Jesús Kristur sagði: „Ég er ljós heimsins.‟ En hann sagði líka: „Þið eruð ljós heimsins.‟ Við erum öll ljós heimsins.

Höfundur er eftirlaunaþegi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×