Þórdís Kolbrún þarf að útskýra laun 200 forstöðumanna ríkisins Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2023 12:03 Elfa Ýr, forstöðumaður Fjölmiðlanefndar, hafði sigur í héraðsdómi. Hún á rétt á rökstuðningi fyrir því hvernig kjör hennar eru ákvörðuð og skriflegum gögnum þar að lútandi. vísir/vilhelm Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, vann mál gegn ríkinu; Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármála- og efnahagsráðherra þarf að útskýra skriflega hvernig launakjör Elfu Ýrar og annarra forstöðumanna eru ákvörðuð. Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr. Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr.
Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira