Missti nær tvo og hálfan lítra af blóði eftir högg á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Borisa Simanic í leiknum afdrifaríka á móti Suður-Súdan. Getty/Liu Lu Serbneski körfuboltamaðurinn Borisa Simanic komst í hann krappann á heimsmeistaramótinu í körfubolta í haust. Læknir serbneska landsliðsins segir að hinn 25 á gamli Simanic hafi í raun verið í mikilli lífshættu eftir slys í leik. „Hann missti tvo og hálfan lítra af blóði,“ sagði Dragan Radovanovic, læknir serbneska landsliðsins við spænska blaðið Marca. Borisa Simanic faces a challenging road to recovery pic.twitter.com/3bpHajyfnq— BasketNews (@BasketNews_com) September 13, 2023 Þetta gerðist í leik Serbíu og Suður-Súdan en Simanic fékk þarna þungt högg aftan á mjóbakið. Höggið kom þar sem annað nýrað er og hann þurfti í framhaldinu að fara í tvær aðgerðir. „Ef hann hefði ekki farið í fyrri aðgerðina þá hefði hann verið í mikilli lífshættu. Honum hefði getað blætt út,“ sagði Radovanovic. Farið var með Simanic á sjúkrahús í Manilla á Filippseyjum þar sem leikurinn fór fram. Fyrri aðgerðin tókst ekki nógu vel og nokkrum dögum seinna þurfti að fjarlægja skaddaða nýrað í annarri aðgerð. „Það var ekki hægt að bjarga nýranu. Líkamsvefurinn var dauður og það hefði getað leitt til blóðeitrunar,“ sagði Radovanovic. Simanic spilar fyrir spænska liðið Casademont Zaragoza og var liðsfélagi íslenska miðherjans Tryggva Hlinasonar á síðustu leiktíð. Simanic ætlar sér að komast aftur inn á körfuboltavöllinn með eitt nýra. „Endurhæfingin gengur vel. Borisa fer reglulega í skoðun og allt lítur vel út. Honum líður betur og hann er líka að ná sér andlega. Það er mikilvægt miðað við allt sem gerðist. Nú þarf hann bara tíma,“ sagði Radovanovic. Borisa Simanic injury and kidney loss, explained pic.twitter.com/JkNRkm73iR— Brian Sutterer MD (@BrianSuttererMD) September 4, 2023 HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Læknir serbneska landsliðsins segir að hinn 25 á gamli Simanic hafi í raun verið í mikilli lífshættu eftir slys í leik. „Hann missti tvo og hálfan lítra af blóði,“ sagði Dragan Radovanovic, læknir serbneska landsliðsins við spænska blaðið Marca. Borisa Simanic faces a challenging road to recovery pic.twitter.com/3bpHajyfnq— BasketNews (@BasketNews_com) September 13, 2023 Þetta gerðist í leik Serbíu og Suður-Súdan en Simanic fékk þarna þungt högg aftan á mjóbakið. Höggið kom þar sem annað nýrað er og hann þurfti í framhaldinu að fara í tvær aðgerðir. „Ef hann hefði ekki farið í fyrri aðgerðina þá hefði hann verið í mikilli lífshættu. Honum hefði getað blætt út,“ sagði Radovanovic. Farið var með Simanic á sjúkrahús í Manilla á Filippseyjum þar sem leikurinn fór fram. Fyrri aðgerðin tókst ekki nógu vel og nokkrum dögum seinna þurfti að fjarlægja skaddaða nýrað í annarri aðgerð. „Það var ekki hægt að bjarga nýranu. Líkamsvefurinn var dauður og það hefði getað leitt til blóðeitrunar,“ sagði Radovanovic. Simanic spilar fyrir spænska liðið Casademont Zaragoza og var liðsfélagi íslenska miðherjans Tryggva Hlinasonar á síðustu leiktíð. Simanic ætlar sér að komast aftur inn á körfuboltavöllinn með eitt nýra. „Endurhæfingin gengur vel. Borisa fer reglulega í skoðun og allt lítur vel út. Honum líður betur og hann er líka að ná sér andlega. Það er mikilvægt miðað við allt sem gerðist. Nú þarf hann bara tíma,“ sagði Radovanovic. Borisa Simanic injury and kidney loss, explained pic.twitter.com/JkNRkm73iR— Brian Sutterer MD (@BrianSuttererMD) September 4, 2023
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira