Tap hjá Harden í fyrsta leik: „Þetta var svolítið skrítið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 12:01 James Harden átti ágætis leik í Madison Square Garden í nótt. getty/Rich Schultz James Harden lék sinn fyrsta leik fyrir Los Angeles Clippers þegar liðið tapaði fyrir New York Knicks, 111-97, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30