Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 07:31 Harry Maguire mótmælir dómi í 4-3 tapi Manchester United í Kaupmannahöfn í gær. AP/Liselotte Sabroe Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira
Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira