Hafnar því að hafa útilokað Önnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:16 Heimir segir að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum um breytta gjaldskrá leikskóla á Akureyri. Vísir Formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar hafnar því að hafa útilokað formann verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á fræðslufundi á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu um breytingar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“ Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“
Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira