Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2023 20:54 Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Egill Aðalsteinsson HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. Eitt orkuver HS Orku í Svartsengi sló út í dag, sem og ein túrbína fyrirtækisins á Reykjanesi. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir mikið hafa gengið á í dag. „Við vorum náttúrulega búin að gera ákveðnar ráðstafanir, við erum að fjarstýra virkjuninni í Svartsengi, þar sem jarðskjálftasvæðið hefur verið virkast, frá Reykjanesvirkjun. Okkar starfsfólk er að mestu leyti þar en auðvitað þurfum við að bregðast við og mæta á svæðið þegar svona hlutir koma upp á. Við reynum bara að tryggja öryggi starfsmanna okkar og öryggi afhendingar á heitu og köldu vatni innan svæðisins. Að öðru leyti getum við lítið gert annað en að láta þessa hrinu ganga yfir og vona það besta,“ segir Tómas. Almannavarnir eru byrjaðar að flytja efni að svæði HS Orku við Svartsengi til þess að setja upp varnargarða. Tómas þakkar fyrir skjót viðbrögð þeirra. „Við erum ekki byrjaðir á neinum framkvæmdum en það er verið að flytja efni úr námum á staði þar sem má leggja til að undirbúa ef það þarf að koma til þess að byggja varnargarða,“ segir Tómas. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Keflvíkingar gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna Unnið er að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir Grindvíkinga í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn segir bæinn gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna. 10. nóvember 2023 20:02 Vaktin: Hættustigi almannavarna lýst yfir Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 „Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. 10. nóvember 2023 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Eitt orkuver HS Orku í Svartsengi sló út í dag, sem og ein túrbína fyrirtækisins á Reykjanesi. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir mikið hafa gengið á í dag. „Við vorum náttúrulega búin að gera ákveðnar ráðstafanir, við erum að fjarstýra virkjuninni í Svartsengi, þar sem jarðskjálftasvæðið hefur verið virkast, frá Reykjanesvirkjun. Okkar starfsfólk er að mestu leyti þar en auðvitað þurfum við að bregðast við og mæta á svæðið þegar svona hlutir koma upp á. Við reynum bara að tryggja öryggi starfsmanna okkar og öryggi afhendingar á heitu og köldu vatni innan svæðisins. Að öðru leyti getum við lítið gert annað en að láta þessa hrinu ganga yfir og vona það besta,“ segir Tómas. Almannavarnir eru byrjaðar að flytja efni að svæði HS Orku við Svartsengi til þess að setja upp varnargarða. Tómas þakkar fyrir skjót viðbrögð þeirra. „Við erum ekki byrjaðir á neinum framkvæmdum en það er verið að flytja efni úr námum á staði þar sem má leggja til að undirbúa ef það þarf að koma til þess að byggja varnargarða,“ segir Tómas.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Keflvíkingar gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna Unnið er að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir Grindvíkinga í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn segir bæinn gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna. 10. nóvember 2023 20:02 Vaktin: Hættustigi almannavarna lýst yfir Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 „Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. 10. nóvember 2023 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Keflvíkingar gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna Unnið er að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir Grindvíkinga í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn segir bæinn gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna. 10. nóvember 2023 20:02
Vaktin: Hættustigi almannavarna lýst yfir Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32
„Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. 10. nóvember 2023 19:07