Vill endurskoða styrkjakerfi fjölmiðla sem sé „eins og villta vestrið“ Magnús Jochum Pálsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 13. nóvember 2023 00:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Pírata, ræddi við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi fyrr í dag. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir styrkjakerfi fjölmiðla „eins og villta vestrið“ og vill að það sé endurskoðað og markmið kerfisins skýrð betur. Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir. Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir.
Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira