Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 22:02 Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts og Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, biðu við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í allan dag. Þær vilja bjarga dýrunum sem urðu eftir í Grindavík. Stöð 2/Einar Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum. Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum.
Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira