Klay og Draymond reknir í sturtu áður en skorað var stig í leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Það gekk mikið á strax í upphafi leiks og bæði Klay Thompson og Draymond Green voru reknir í sturtu. Rudy Gobert fékk að finna fyrir því frá Green. AP/Jed Jacobsohn Þetta var ekki góð nótt fyrir lið Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta sem tapaði þá fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli. Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira