GIS-dagurinn Ólafía E. Svansdóttir skrifar 15. nóvember 2023 07:31 Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun