Sigurgeir Jónsson: Ágætis kaflar en mistök og klúður gerðu okkur erfitt fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2023 22:23 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Stjarnan mátti þola enn eitt tapið í Olís deild kvenna þegar liðið heimsótti Fram í Úlfarsárdalinn. Eftir góða byrjun misstu þær algjörlega tökin á leiknum í seinni hálfleik og töpuðu að endingu með ellefu mörkum, 33-22. „Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum. Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
„Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum.
Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00