Moneyball-liðið flytur til Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 16:01 Lawrence Butler og félagar í Oakland Athletics eru að flytja til Las Vegas. Getty/Ronald Martinez Oakland Athletics hefur fengið leyfi frá eigendum bandarísku hafnaboltadeildarinnar að flytja liðið sitt á milli borga. Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða. Hafnabolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða.
Hafnabolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira