Gosið í Eyjum 1973: Hittust á Hlemmi til að vita hvar þeir myndu æfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 12:01 Eyjamenn sumarið 1973 náðu þriðja sætinu í efstu deild þrátt fyir að missa heimavöllinn sinn eftir eldgos á Heimaey. Vísir/Skjamynd/Timarit.is Grindavíkurliðin spila bæði næsta heimaleik sinn í Subway-deildunum í körfubolta í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn en það verður ekki spilað í Grindavík á næstunni enda bærinn í miðju umbrotanna á Reykjanesinu. Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík. Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík.
Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira