„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2023 22:09 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05