Þótt þú sért ekki að vinna getur þú samt átt gott líf Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 08:00 Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun