Völdu byrjunarliðið fyrir umspilið: Orri fremstur en ósammála um markmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Lárus Orri Sigurðsson vill að Rúnar Alex Rúnarsson verði í íslenska markinu í umspilsleikjunum í mars á næsta ári. vísir/hulda margrét Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fengu það verkefni að velja byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir EM-umspilið sem það fer væntanlega í mars á næsta ári. Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira