Slagsmál og reiður Messi þegar Argentína vann sögulegan sigur í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 07:32 Lionel Messi fagnar sigri agentínska landsliðsins í Rio de Janeiro í nótt. AP/Silvia Izquierdo Síðasti landsleikur Lionel Messi í Brasilíu varð sögulegur í nótt þegar Argentína vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í undankeppni HM 2026. Messi var samt reiður eftir leikinn. Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023 Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023
Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira