Hafi keypt vín fyrir andlega fatlaðan alkóhólista og heimtað kynlíf Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:56 Landsréttur hefur heimilað að strokusýni verði tekið af manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um heimild til að taka strokusýni úr munni manns, sem grunaður er um kynferðisbrot. Hann er sagður hafa keypt áfengi fyrir andlega fatlaða konu, sem er alkóhólisti í þokkabót, og viljað fá borgað með kynlífi. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira