Vill að Sun Jun-ho verði leystur úr haldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. nóvember 2023 06:32 Hefur þjálfað Þýskaland og Bandaríkin en er í dag þjálfari Suður-Kóreu. Fred Lee/Getty Images Hinn þýski Jürgen Klinsmann, þjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að leikmaðurinn Sun Jun-ho verði leystur úr haldi Kínverja fyrir jól en leikmanninum hefur verið haldið þar í landi frá því síðasta sumar. Í maí á þessu ári var sagt að Sun Jon-ho væri í haldi ríkistjórnarinnar en það var þó ekki ljóst hvað hann hafði gert af sér. Fréttastofan AP sagði fyrr á árinu að leikmaðurinn væri grunaður um að hagræða úrslitum ásamt þjálfara Shandong Taishan, Hao Wei. Nýjustu fréttir segja að Sun Jon-ho hafi þegið mútur frá andstæðingum ríkistjórnar Kínar. Hvar, hvernig eða fyrir hvað hefur þó ekki komið fram. Hinn 31 árs gamli miðjumaður hafði spilað í Kína síðan 2021 þegar hann samdi við Shandong Taishan en fram að því spilaði hann í heimalandinu. Hann á að baki 20 A-landsleiki, þar af þrjá á HM í Katar á síðasta ári. Engar sannanir „Ég á mér eina ósk, það er að Kínverjar leysi Son úr haldi fyrir jól,“ sagði Klinsmann eftir 3-0 sigur Suður-Kóreu á Kína í undankeppni HM á dögunum. „Þeir hafa ekki sýnt fram á að hann hafi gert neitt rangt. Við vonum að ríkisstjórn Kína leysi hann úr haldi fyrir jól svo hann geti séð fjölskyldu sína,“ bætti Klinsmann við. Í samtali við fréttaveituna AFP þá staðfesti Knattspyrnusamband Suður-Kóreu að það hefði sent fólk til Kína til að leysa Son úr haldi en lögfræðingur leikmannsins var ekki viljugur að ræða við sendinefndina. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði einfaldlega að í Kína væri farið eftir lögum. Það er því enn óvitað hvort Son fái að snúa aftur til Suður-Kóreu eða hvar hann er í haldi kínverskra yfirvalda. Fótbolti Kína Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira
Í maí á þessu ári var sagt að Sun Jon-ho væri í haldi ríkistjórnarinnar en það var þó ekki ljóst hvað hann hafði gert af sér. Fréttastofan AP sagði fyrr á árinu að leikmaðurinn væri grunaður um að hagræða úrslitum ásamt þjálfara Shandong Taishan, Hao Wei. Nýjustu fréttir segja að Sun Jon-ho hafi þegið mútur frá andstæðingum ríkistjórnar Kínar. Hvar, hvernig eða fyrir hvað hefur þó ekki komið fram. Hinn 31 árs gamli miðjumaður hafði spilað í Kína síðan 2021 þegar hann samdi við Shandong Taishan en fram að því spilaði hann í heimalandinu. Hann á að baki 20 A-landsleiki, þar af þrjá á HM í Katar á síðasta ári. Engar sannanir „Ég á mér eina ósk, það er að Kínverjar leysi Son úr haldi fyrir jól,“ sagði Klinsmann eftir 3-0 sigur Suður-Kóreu á Kína í undankeppni HM á dögunum. „Þeir hafa ekki sýnt fram á að hann hafi gert neitt rangt. Við vonum að ríkisstjórn Kína leysi hann úr haldi fyrir jól svo hann geti séð fjölskyldu sína,“ bætti Klinsmann við. Í samtali við fréttaveituna AFP þá staðfesti Knattspyrnusamband Suður-Kóreu að það hefði sent fólk til Kína til að leysa Son úr haldi en lögfræðingur leikmannsins var ekki viljugur að ræða við sendinefndina. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði einfaldlega að í Kína væri farið eftir lögum. Það er því enn óvitað hvort Son fái að snúa aftur til Suður-Kóreu eða hvar hann er í haldi kínverskra yfirvalda.
Fótbolti Kína Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira