„Konan mín þarf ekki að vinna“ Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar 1. desember 2023 09:00 Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun