Ramos rekinn rakleiðis út af í 29. sinn Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 23:00 Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Vísir/Getty Varnarmaðurinn margreyndi, Sergio Ramos, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign Sevilla og Real Sociedad í dag en þetta var 29. rauða spjaldið sem hann fær á ferlinum. Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira