Þriggja vikna vinna í vaskinn Aron Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ Vísir/Arnar Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir Evrópuleiki Breiðabliks í vetur. Undirbúningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heimaleikinn, sem fara átti fram á Laugardalsvelli annað kvöld, er farinn í vaskinn með einhliða ákvörðun UEFA í gær og hyggst framkvæmdastjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi. Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“ KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“
KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira