Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni Gabríel Ingimarsson skrifar 1. desember 2023 07:30 Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar