Ákærður fyrir að reyna að bana fyrrverandi: Lífsýni á áfengisflösku á vettvangi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 12:02 Meint árás mannsins á að hafa átt sér stað í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni er ákærður fyrir að reyna að verða henni að bana. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem var kveðinn upp í gær um gæsluvarðhald á hendur manninum. Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira